Leit á vefnum

Einföld leit

Leitað að brot gegn sáttmálunum - 172 svör fundust
Niðurstöður

Af hverju tóku Bretar ekki þátt í að stofna til Evrópusamstarfsins á árunum 1950-1960?

Evrópusamstarfið hófst með stofnun Kola- og stálbandalagsins árið 1952 og gildistöku Rómarsáttmálanna árið 1958. Sex ríki, Belgía, Frakkland, Holland, Ítalía, Lúxemborg og Vestur-Þýskaland stóðu að þessu samstarfi sem leiddi síðar til Evrópusambandsins. Bretar áttu sitthvað sameiginlegt með þessum ríkjum á þes...

Hvaða hugmyndir höfðu menn um Evrópuhugsjónina á tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar og á millistríðsárunum?

Auk þessa svars er fjallað um Evrópuhugsjónina í tveimur öðrum svörum eftir sama höfund: Hver er Evrópuhugsjónin og hvaða hugmyndir höfðu menn fyrr á öldum um hana? Hvaða hugmyndir hafa menn haft um Evrópuhugsjónina og Evrópusamruna frá síðari heimsstyrjöld og til okkar daga? Sú skoðun varð útbreidd á síðari...

Hver er niðurstaða skýrslu Seðlabankans um valkosti Íslands í gjaldeyrismálum?

Skýrsla Seðlabanka Íslands um valkosti Íslands í gjaldmiðils- og gengismálum er afar umfangsmikil. Ritið telur rúmar 600 blaðsíður og skiptist í 25 kafla. Niðurstöður skýrslunnar eru því eins og gefur að skilja margvíslegar og verður hér aðeins stiklað á stóru. Fjallað er ítarlega um ólíka valkosti Íslands í gj...

Þarf að vera nákvæm innihaldslýsing á efnum í vefnaðarvöru sem seld er á EES-svæðinu? Ef já, hversu nákvæm þarf hún að vera?

Á Íslandi gilda sömu reglur og í Evrópusambandinu um innihaldslýsingu vefnaðarvara. Þær kveða meðal annars á um hvaða vefnaðarvara megi bera hvaða heiti, í hvaða röð textíltrefjar skuli taldar upp og hvenær þurfi að taka fram upplýsingar um hlutfall tiltekinna trefja miðað við þyngd vöru. – Tilgangur reglnanna er ...

Hvaða áhrif hefur ESB haft á stöðu innflytjenda?

Aðildarríki Evrópusambandsins hafa alla tíð verið treg til að afsala sér valdi á sviði innflytjendamála og hefur reglusetning sambandsins á því sviði þar af leiðandi verið brotakennd. Sumar reglur ESB er varða innflytjendur eru til þess fallnar að koma í veg fyrir fólksflutninga til landa ESB en í öðrum tilvikum h...

Hvernig breytist húsnæðislánamarkaður ef við göngum í ESB? Mun verðtryggingin hverfa og gætu Íslendingar þá tekið lán í evrópskum bönkum?

Ekki er líklegt að margt mundi breytast á íslenskum húsnæðislánamarkaði með aðild að Evrópusambandinu. Töluverðar breytingar gætu hins vegar orðið við aðild að Efnahags- og myntbandalagi Evrópusambandsins og jafnvel í aðdraganda þess. Í flestum löndum á evrusvæðinu eru breytilegir vextir, bundnir til eins árs eða ...

Hafa þrjú voldugustu ríki Evrópusambandsins farið með friði síðan um aldamótin 1900?

Margir hafa velt fyrir sér spurningum af þessum toga vegna þeirrar ákvörðunar norsku Nóbelsnefndarinnar að veita Evrópusambandinu friðarverðlaun ársins 2012. Vísað er í tilkynningu nefndarinnar í svarinu. Þar kemur fram til dæmis að árið 1945 höfðu Þýskaland og Frakkland háð þrjár styrjaldir á 70 árum, og má bæta ...

Hversu hár er tollur ESB á vörur frá Bandaríkjunum og hve mikið mundu þær hækka hlutfallslega í verði ef Ísland gengi í ESB?

Tollur sem Evrópusambandið leggur á vörur frá Bandaríkjunum er mishár eftir því um hvaða vörur ræðir. Þannig er lagður 15% tollur á ávaxtasafa en enginn tollur á snyrtivörur. Aðild Íslands að ESB og upptaka sameiginlegrar tollskrár sambandsins hefði ýmist í för með sér hækkun eða lækkun tolltaxta á innfluttar vöru...

Hvaða áhrif hefur ESB haft á réttindi minnihlutahópa?

Auk sáttmála Evrópusambandsins um grundvallarréttindi, þar sem ófrávíkjanleg grundvallarréttindi allra borgara sambandsins eru skilgreind, hefur ESB samþykkt fjölda tilskipana sem miða að því að koma í veg fyrir mismunun. Þar ber helst að nefna kynþáttatilskipunina og atvinnumálatilskipunina sem eru lagalega binda...

Hvernig gæti innganga í ESB haft áhrif á dreifbýl svæði eins og Austurland?

Rannsóknir á áhrifum ESB-aðildar á dreifbýl svæði eru af skornum skammti enn sem komið er en kunna að aukast á næstunni í tengslum við umsókn Íslands. Hægt er að segja fyrir um hvaða svið samfélagsins yrðu helst fyrir áhrifum en erfiðara er að segja fyrir um hve mikil þau yrðu eða hvort þau beri að telja jákvæð eð...

Er Seðlabanki Evrópu óumdeilanlega lánveitandi til þrautavara fyrir evruríkin?

Seðlabanki Evrópu má ekki lána beint til ríkissjóða aðildarríkja og er því aldrei beinn lánveitandi til þrautavara fyrir aðildarríki ESB. Lánveiting af því tagi er ekki bundin sérstökum skilyrðum heldur er lagt á blátt bann við henni (123. gr. sáttmálans um starfshætti Evrópusambandsins). Málið er þó í reynd ek...

Gilda strangar reglur um aðbúnað í fangelsum í löndum Evrópusambandsins?

Reglur um aðbúnað í fangelsum eru settar af aðildarríkjum ESB. Evrópusambandið hefur ekki laga- eða reglusetningarvald á sviði aðbúnaðar í fangelsum, aðildarríkin fara sjálf með slíkar valdheimildir. Á vettvangi Evrópuráðsins vinna Evrópuríki hins vegar saman að mannréttindavernd. Meðal annars hefur ráðið beitt sé...

Hver er munurinn á EFTA, EES og Schengen-samkomulaginu?

EFTA stendur fyrir European Free Trade Association sem þýðist á íslensku sem Fríverslunarsamtök Evrópu. Fríverslunarsamtökin voru stofnuð árið 1960. Stofnríkin voru sjö: Austurríki, Bretland, Danmörk, Noregur, Portúgal, Sviss og Svíþjóð. Ísland varð aðili að samtökunum árið 1970. Síðan þá hafa samtökin dregist ve...

Hver er munurinn á ESB og EES?

Evrópusambandið (ESB) er samstarfsvettvangur 28 ríkja sem hafa komið á fót sameiginlegum markaði, þar sem gilda samræmdar reglur, og samræmt stefnur sínar á fjölmörgum sviðum (allt frá sameiginlegri tollskrá til sameiginlegrar umhverfisstefnu). Evrópska efnahagssvæðið (EES) varð til með samningi milli Evrópusamban...

Eru mörg Evrópulönd á móti því að Ísland fái aðild að ESB?

Erfitt er að vita fyrir víst hvort einhver einstök Evrópulönd hafi verið eða séu opinberlega mótfallin aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu. Móttökur aðildarríkja ESB við umsókn Íslands voru almennt jákvæðar þrátt fyrir deilur Íslands við tiltekin aðildarríki um makrílveiðar og Icesave-reikningana. Þó er vita...

Leita aftur: